![]() |
Ég neyddist til að einfalda hana af því að ég átti ekki bananalíkjör og tímdi ekki að kaupa hann bara fyrir eina uppskrift. Ég gleymdi hreinlega líka að það er kanill í upprunalegu uppskriftinni, en ætla að prófa að hafa hann með næst.
Þetta dugir í matarmikinn eftirrétt fyrir 2.
2 msk smjör
1/4 bolli dökkt romm
1/3 bolli púðursykur, þjappaður
2 bananar
vanillurjómaís
Takið ísinn úr frystinum til að láta hann mýkjast, ca. 10 mínútum áður en bera á réttinn fram. Hann á að vera aðeins byrjaður að mýkjast en ekki að renna út. Eins og sjá má á myndinni urðu smá tafir hjá mér og ísinn var orðinn helst til mjúkur þegar myndatakan hófst, og ekki batnaði það þegar heit sósan kom út á.

Flysjið bananana og skerið í helminga, fyrst þversum og síðan eftir endilöngu. Setjið í karamellusósuna og látið hitna í ca. 2 mínútur. Bananarnir eiga alls ekki að soðna, heldur eiga þeir bara að hitna í gegn.
Nú má kveikja í réttinum (flambera hann). Það er alls ekki nauðsynlegt, en virkar mjög flott á gesti. Gætið þess bara að kveikja ekki í húsinu, því logarnir geta orðið meiri en maður býst við. Setjið ísinn í skálarnar áður en flamberingin fer fram.

Skafið ísinn í skálar, leggið fjögur bananastykki ofan á ísinn í hvorri skál og skiptið sósunni jafnt á milli skálanna. Berið fram strax.
Athugasemdir:
- Þetta er bragðmikill og frekar sætur eftirréttur.
- Af því að það varð afgangur af sósunni prófaði ég hana út á niðursoðnar apríkósur sem ég átti afgang af inni í ísskáp og sósan fór mjög vel með svolítið súru, skörpu bragðinu af apríkósunum.
- Ég ímynda mér líka að þetta væri gott með Jonagold eplum, kirsuberjum eða bláberjum.
- Svo er sósan líka góð ein og sér út á ís, sérstaklega ef maður hefur fyrir því að láta hana þykkna aðeins meira þannig að úr verður síróp, en gætið þess samt að brenna hana ekki.