08 júlí, 2012

Ógnvekjandi og Traustvekjandi

Þegar ég var í menntaskóla og ekki komin á löglegan drykkjualdur var mikið sport að fara út að borða og panta sér síðan óáfengan kokkteil á barnum eftir matinn (maður drakk bara áfengi þegar fullorðnir sáu ekki til...)

Þessir tveir unnu einhverja kokkteilakeppni um þetta leiti og voru mjög vinsælir. Þessir drykkir eru báðir frekar bleikir, en bragðgóðir.


Ógnvekjandi: (höfundur: Kristján Örn Kristjánsson)

3 cl appelsínusafi
3 cl sítrónusafi
2 cl rjómi
1 cl Bols Grenadine
1/2 cl pressuð appelsína


Hrist saman með klaka, skreytt með sítrónusneið og súkkulaðispæni, borið fram með röri.


Traustvekjandi: (höfundur Trausti Víglundsson)

3 cl sítrónusafi
1 cl Bols Grenadine
9 cl appelsínusafi

Hrist saman með klaka, skreytt með sítrónusneið, borið fram með röri.