15 júlí, 2012

Vínarterta - Randalín

Þetta er ein af mínum uppáhaldskökum. Uppskriftina fékk ég hjá ömmu minni.

Efni:
500 gr. hveiti
250 gr. sykur
250 gr. smjör eða smjörlíki, mjúkt
2 egg
1 1/2 tsk. hjartarsalt
klípa af lyftidufti
kardimommudropar eða kardimommuduft eftir smekk

Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman. Hnoðið smjörið/smjörlíkið, dropana (ef notaðir) og eggin saman við þar til samfellt deig hefur myndast. Kælið í ísskáp yfir nótt.

Fletjið deigið í ca. 1 til 1,5 cm þykkt. Best er að baka allt deigið í einu lagi á bökunarplötu og skera það niður eftir bakstur. Bakið í miðjum ofni við 200 °C (180-190 °C í blástursofni), þar til kakan er gullinbún og gegnbökuð. Takið út og kælið á plötunni.

Skerið kökuna niður í þau lög sem óskað er eftir. Venjan er að hafa annað hvort 5 þunn lög eða 3 þykkari lög í kökunni. Leggið rabarbarasultu eða sveskjusultu (uppskrift fylgir) á milli laganna þegar kakan er orðin ylvolg, og raðið hanni saman. Snyrtið brúnirnar eftir þörfum.

Athugasemdir:
  • Má frysta.
  • Annað afbrigði af vínartertu sem ég hef ekki fundið nafn á, er bakað í hringformum, sulta lögð á milli og bleikur glassúr settur ofan á. Sú kaka var vinsæl í bakaríum þegar mamma var ung.

Sveskjusulta:
1 kg. sveskjur
650 gr. sykur

Leggið sveskjurnar í vatn í hálftíma til að mýkja, ef þarf (ætti ekki að þurfa ef þær eru nýkeyptar). Maukið sveskjurnar og sjóðið við lágan hita með sykrinum í 30 mín. Kælið og smyrjið á kökuna.