Jólin nálgast og því er hér fljótleg og góð uppskrift að engifersmákökum sem hægt er að baka í flýti og gefa fjölskyldunni á meðan átt er við seinlegri jólabakstur. Þær eiga að vera stökkar meðfram brúnunum en mjúkar í miðjunni.
Bragðið er milt og það má alveg auka engiferinn ef óskað er eftir sterkara bragði.
Matreiðslubók: The Big Ready Steady Cook Book
Gerir ca. 20 smákökur
Efni:
100 g ósaltað smjör (eða saltað og sleppa viðbættu salti í uppskriftinni)
100 g fíngerður strásykur (caster sugar, en Dansukker strásykur dugir alveg)
1/2 tsk. engiferduft
1 1/4 bolli hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
safi úr ca. 1 appelsínu. Það getur verið að þurfi minni safa en gefinn er upp, eða meiri ef appelsínan er mjög lítil.
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 °C (blástursofn: 170 °C). Setjið smjör, sykur, engifer og hveiti í matvinnsluvél og blandð saman þar til myndast hefur fíngerð mylsna. Látið vélina ganga og vætið í með appelsínusafa þar til myndast hefur mjúkt deig.
Skammtið deiginu á smurða bökunarplötu með teskeið og látið vera um 5 cm. á milli deigklessanna. Bleytið gaffal og fletjið deigið með honum.
Bakið í 10-12 mín. eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Takið þá út og kælið á grind. (Þær eru reyndar algert nammi volgar með kaldri mjólk).