Hentar líka fyrir flöskur.
Aðferð 1 - krukkur og lok:
Hitið bakarofninn upp í ca. 110 °C.
Þvoið krukkur og lok vel með sápu og eins heitu vatni og þið þolið á hendurnar. Raðið á ofngrind og hitið í ofninum þar til alveg þurrt. Takið út og hellið heitri sultu eða öðru sem á geyma í þeim í heitar krukkurnar og lokið strax.
Aðferð 2 - krukkur og lok:
Þvoið krukkur og lok í uppþvottavél og takið út á meðan þær eru heitar og fyllið strax með heitri sultu eða öðru sem á geyma í þeim.
Aðferð 3 - bara krukkur:
Setjið blautar krukkur inn í örbylgjuofn og hitið á hæsta straumi í 1 mínútu.
Dauðhreinsið lokin með sjóðandi vatni.
Ef setja á kalda sultu í krukkurnar eru þær teknar út og raðað á hreina diskaþurrku og látnar kólna undir annarri hreinni diskaþurrku. Gott er að skola þær með Benson-Nat lausn áður en sultan er sett í.