12 maí, 2013

Sæt hrærð egg

Hér er smá tilbreyting frá þessari venjulegu eggjahræru sem maður fær sér stundum með árverðinum (e. brunch).

Fyrir 2:


Efni:
2 egg
4 tsk sykur
1 tsk steikingarolía
1/8 tsk kardimommuduft
2 msk rjómi

olía til steikingar (ef þarf)

2 brauðsneiðar
smjör

Aðferð:
Hrærið eggjum, sykri, 1 tsk af olíu, kardimommum og rjóma saman með gaffli þar til sykurinn er uppleystur. Hitið pönnu við meðalhita (með ögn af steikingarolíu ef þarf) og hrærsteikið eggin þar til þau eru á því stigi sem óskað er (sumir vilja hafa þau svolítið blaut, aðrir vilja hafa þau alveg gegnelduð).

Ristið brauðið og smyrjið og berið fram með eggjahræruna ofan á brauðinu.

Upprunalega uppskriftin er indversk og er þar kölluð Ando Ka Meetha (sæt egg). Í þeirri uppskrift er sykurinn hins vegar mældur í matskeiðum, þannig að þetta verður frekar desert. Í þeirri uppskrift er heldur ekki rjómi, en mér finnst hann gera hræruna mýkri og fallegri á litinn.