Kannski eru kartöflurnar sem ég notaði ekki jafn mjölmiklar og þær sem höfundur uppskriftarinnar notaði?
Súpa þessi er ennþá betri daginn eftir að hún er búin til.
Matreiðslu- og undirbúningstími: um 1 klst
Nægir fyrir 4-6 manns
- 4 bollar kjúklingasoð (úr soðkrafti eða tilbúið frá grunni)
- 3 stórar rauðar kartöflur, flysjaðar og skornar í ca. 1,5 cm bita, eða 2 meðalstórar bökunarkartöflur
- 1 msk Dijon-sinnep
- 225 g beikon, vel feitt, í sneiðum eða kurlað
- 2 gulrætur, skornar í ca. 1 cm bita (á að gera ca. 1 bolla)
- Gróft salt og nýmalaður svartur pipar
- 2-3 sellerístangir, skornar í ca. 1 cm bita (á að gera ca. 1 bolla)
- 2 lárviðarlauf
- Lítið búnt af fersku garðablóðbergi (timían), bundið saman með girni
- 1 púrrulaukur, hvíti hlutinn, skorinn í 1 cm bita (á að gera ca. 1 bolla)
- 1 bolli ljós bjór eða pilsner
- 1/4 bolli saxaður ferskur graslaukur
Takið 2 bolla af kjúklingasoðinu og helminginn af kartöflubitunum og setjið í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið við hægan hita þar til kartöflubitarnir eru rétt gegnsoðnir (ætti að taka um 8-10 mínútur). Setjið sinnepið saman við og maukið allt saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Á meðan kartöflurnar sjóða skal steikja beikonið við meðalhita í stórum súpupotti þar til það er stökkt og mest öll fitan er runnin af því. Beikonið er þá tekið úr pottinum og látið á pappírsþurrkur til að láta renna af því. Hellið beikonfeitinni úr pottinum en látið ca. 3 msk. verða eftir. (Ef illa gengur að fá beikonið stökkt án þess að brenna það er gott að steikja það vel, láta renna af því, saxa það og steikja síðan aftur. Eða bara nota beikonkurl).
Hellið þá bjórnum saman við og látið suðuna koma upp. Sjóðið (það má bullsjóða) bjórinn niður þar til þið finnið að grænmetið vill festast lítillega við botninn á pottinum. Þá ætti að vera eftir rétt rúm botnfylli af vökva í pottinum. Þetta gætið tekið frá 5 mín. og upp í 10-12 mín.
Hellið nú afganginum af soðinu saman við ásamt kartöflumaukinu og hrærið saman. Lækkið hitann og látið malla í opnum pottinum þar til grænmetið er rétt gegnsoðið (ætti að taka 6-8 mín.). Smakkið til með salti og pipar. Veiðið blóðbergið upp úr og hendið þegar hæfilegur keimur er kominn af því í súpuna.
Ausið í skálar, myljið beikonið yfir og stráið söxuðum graslauk ofan á.
Þetta er það matarmikil súpa að það ætti ekki að þurfa að bera fram brauð með henni, en aftur á móti er gott að hafa við höndina glas af kaldri mjólk til að súpa á af og til á meðan súpan er borðuð.
Ég ímynda mér að það hljóti að vera gott að elda beikon eða skinku með súpunni, en á eftir að prófa það.