Smellið til að stækka myndina |
Réttinn má líka gera frá grunni. Þá er byrjað á að steikja
og krydda hakkið eftir kúnstarinnar reglum, hvort sem er með aðskyldum kryddum eða með tilbúinni kryddblöndu (mér finnst Santa Maria og Casa Fiesta taco-blöndurnar báðar ágætar).
Takið nachos-flögur, helst ostakryddaðar, og myljið á milli
handanna niður í botninn á smurðu lasagna-formi eða bökuformi. Mylsnan þarf
ekki að vera mjög fíngerð, kannski eins og kornflex eða aðeins grófari. Dreifið
úr flögunum í þunnt, jafnt lag.
Smellið til að stækka myndina |
Hitið í ofni við um 180 °C þar til osturinn er bráðnaður og byrjaður að brúnast svolítið (10-15 mínútur).
Berið fram með sýrðum rjóma og söxuðum tómötum og etv.
guacamole.
Ekki er verra að drekka ískaldan Corona-bjór með.