20 september, 2011

Húsráðahornið: Dauðhreinsun á glerkrukkum

Hentar líka fyrir flöskur.

Aðferð 1 - krukkur og lok:
Hitið bakarofninn upp í ca. 110 °C.
Þvoið krukkur og lok vel með sápu og eins heitu vatni og þið þolið á hendurnar. Raðið á ofngrind og hitið í ofninum þar til alveg þurrt. Takið út og hellið heitri sultu eða öðru sem á geyma í þeim í heitar krukkurnar og lokið strax.

Aðferð 2 - krukkur og lok:
Þvoið krukkur og lok í uppþvottavél og takið út á meðan þær eru heitar og fyllið strax með heitri sultu eða öðru sem á geyma í þeim.

Aðferð 3 - bara krukkur:
Setjið blautar krukkur inn í örbylgjuofn og hitið á hæsta straumi í 1 mínútu.
Dauðhreinsið lokin með sjóðandi vatni.


Ef setja á kalda sultu í krukkurnar eru þær teknar út og raðað á hreina diskaþurrku og látnar kólna undir annarri hreinni diskaþurrku. Gott er að skola þær með Benson-Nat lausn áður en sultan er sett í.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.