04 desember, 2011

Engifersmákökur

Jólin nálgast og því er hér fljótleg og góð uppskrift að engifersmákökum sem hægt er að baka í flýti og gefa fjölskyldunni á meðan átt er við seinlegri jólabakstur. Þær eiga að vera stökkar meðfram brúnunum en mjúkar í miðjunni.

Bragðið er milt og það má alveg auka engiferinn ef óskað er eftir sterkara bragði.


Matreiðslubók: The Big Ready Steady Cook Book

Gerir ca. 20 smákökur


Efni:
100 g ósaltað smjör (eða saltað og sleppa viðbættu salti í uppskriftinni)
100 g fíngerður strásykur (caster sugar, en Dansukker strásykur dugir alveg)
1/2 tsk. engiferduft
1 1/4 bolli hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
safi úr ca. 1 appelsínu. Það getur verið að þurfi minni safa en gefinn er upp, eða meiri ef appelsínan er mjög lítil.

Aðferð:
Hitið ofninn í 180 °C (blástursofn: 170 °C). Setjið smjör, sykur, engifer og hveiti í matvinnsluvél og blandð saman þar til myndast hefur fíngerð mylsna. Látið vélina ganga og vætið í með appelsínusafa þar til myndast hefur mjúkt deig.

Skammtið deiginu á smurða bökunarplötu með teskeið og látið vera um 5 cm. á milli deigklessanna. Bleytið gaffal og fletjið deigið með honum.

Bakið í 10-12 mín. eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Takið þá út og kælið á grind. (Þær eru reyndar algert nammi volgar með kaldri mjólk).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.