10 júní, 2012

Lambalæri að grískum hætti

Mjög gott!

Matreiðslubók: All Around the World Cookbook. Höfundur: Sheila Lukins.
Fyrir: 8

Efni:
1 lambslæri með beini, c.a. 3 kíló
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
2 msk. ólífuolía
1 msk. þurrkað óreganó (bergminta)
1 msk. grófmalaður svartur pipar
1 bolli þurrt hvítvín
Salt

Aðferð:
Hitið ofninn í 200 °C.

Þerrið lærið og fituhreinsið ef þarf. Stingið hér og þar í lærið með hníf og hafið stungurnar nokkuð djúpar. Stingið hvítlaukssneiðunum ofan í stungurnar. Blandið saman óreganó og pipar og nuddið allt lærið með blöndunni.

Setjið kjötið í steikarfat og hellið víninu í fatið. Setjið inn í heitan ofninn og lækkið hitann niður í 175 °C og steikið, í lokuðu fati, í um 90 mín. fyrir kjöt sem á að vera bleikt í miðjunni. Ausið af og til soði yfir kjötið. Ef notaður er kjöthitamælir á hann að sýna 60 °C. Ef kjötið á að vera meira steikt er hægt að fara eftir leiðbeiningunum með kjöthitamælinum eða láta kjötið steikjast í 30 mín. til viðbótar.

Takið lærið út og látið það standa í 10 mín. áður en það er borið fram. Síið soðið úr fatinu, fleytið fitunni ofan af og berið fram með kjötinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.