Efni:
500 gr. hveiti
250 gr. sykur
250 gr. smjör eða smjörlíki, mjúkt
2 egg
1 1/2 tsk. hjartarsalt
klípa af lyftidufti
kardimommudropar eða kardimommuduft eftir smekk
Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman. Hnoðið smjörið/smjörlíkið, dropana (ef notaðir) og eggin saman við þar til samfellt deig hefur myndast. Kælið í ísskáp yfir nótt.
Fletjið deigið í ca. 1 til 1,5 cm þykkt. Best er að baka allt deigið í einu lagi á bökunarplötu og skera það niður eftir bakstur. Bakið í miðjum ofni við 200 °C (180-190 °C í blástursofni), þar til kakan er gullinbún og gegnbökuð. Takið út og kælið á plötunni.
Skerið kökuna niður í þau lög sem óskað er eftir. Venjan er að hafa annað hvort 5 þunn lög eða 3 þykkari lög í kökunni. Leggið rabarbarasultu eða sveskjusultu (uppskrift fylgir) á milli laganna þegar kakan er orðin ylvolg, og raðið hanni saman. Snyrtið brúnirnar eftir þörfum.
Athugasemdir:
- Má frysta.
- Annað afbrigði af vínartertu sem ég hef ekki fundið nafn á, er bakað í hringformum, sulta lögð á milli og bleikur glassúr settur ofan á. Sú kaka var vinsæl í bakaríum þegar mamma var ung.
Sveskjusulta:
1 kg. sveskjur
650 gr. sykur
Leggið sveskjurnar í vatn í hálftíma til að mýkja, ef þarf (ætti ekki að þurfa ef þær eru nýkeyptar). Maukið sveskjurnar og sjóðið við lágan hita með sykrinum í 30 mín. Kælið og smyrjið á kökuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.