30 júlí, 2011

Boccía-bolti

Í tilefni af Verslunarmannahelginni er hér nettur og svalandi áfengur sumardrykkur. Allir barþjónar ættu að hafa hann á takteinum. Hann er til í alls konar útfærslum, en þessi finnst mér best:

1 hluti Amaretto
2 hlutar appelsínusafi
Sódavatn
Klaki
Kokkteilglas
Skraut: Appelsínusneið, rör

Setjið klakann í glasið, hellið Amaretto yfir og síðan appelsínusafanum og fyllið upp með sódavatni.


Tilbrigði:
  • Sumir setja Amaretto og safa í hlutföllunum 1:1.
  • Aðrir setja 1,5 af vodka á móti 0,5 af Amaretto og 4 af appelsínusafa.
  • Sumir nota Sprite eða 7Up í staðinn fyrir sódavatn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.