13 ágúst, 2011

Spænskur hrísgrjónaréttur

Þetta er bragðmikill en ekki sterkur réttur með ríkjandi bragði af paprikudufti og tómötum og keim af hvítlauk, lauk, ferskri papriku og kjöti.

Ég ákvað að birta ekki mynd af honum því hann er frekar ljótur á mynd þó bragðgóður sé.

Matreiðslubók: Sælkerasafnið: Ódýrt og gott
Fyrir 4.

Efni:
400 gr. kjöt (lamba- eða nautakjöt)
1 1/2 tsk. smjör
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksrif, marin (eða meira, eftir smekk)
1 græn paprika, sneidd
1/2 tsk. paprikuduft
2 tsk. salt
saffran eða kúrkúma á hnífsoddi
1 dós (400 gr.) tómatar
2,5 dl vatn
1/2 til 1 teningur af kjötkrafti
2 dl hrísgrjón

Aðferð:
Bræðið smjörið í potti/djúpri pönnu. Skerið kjötið í gúllasbita og brúnið í smjörinu. Bætið við lauk, hvítlauk og papriku og mallið í smá stund. Bætið við paprikudufti, saffrani/kúrkúma, salti, tómötum, vatni, soðteningi og hrísgrjónum. Sjóðið undir loki í þann tíma sem er gefinn upp fyrir hrísgrjónin (oftast 15-25 mín.). Hafið auga með pottinum og bærið við vatni ef það virðist vera að sjóða upp.

Berið fram með salatblöðum.

Ég mæli þar að auki með að mylja smá svartan pipar út í réttinn rétt áður en hann er borinn fram.

Í sumar útgáfur af þessum rétti eru notaðar baunir, sem er mjög gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.