Matreiðslubók: ??
Efni:
1,5 dl hveiti
1 egg
1 tsk. lyftiduft
1,5 dl. mjólk (eða meira ef þarf)
1 msk. sykur
25 gr. smjörlíki eða smjör
1, 5 dl hafragrautur eða hrísgrjónagrautur (ég nota alltaf hrísgrjónagraut)
1-2 msk rúsínur (ef vill)
Bræðið smjörið/smjörlíkið á pönnu við lágan hita. Kælið lítillega.
Sigtið saman hveiti og lyftiduft í skál. Bætið við grautnum og blandið vel saman. Bætið því næst við helmingnum af mjólkinni og blandið vel. Því næst kemur eggið og afgangurinn af mjólkinni og loks brædda smjörið/smjörlíkið og rúsínurnar síðastar.
Deigið þarf að vera fljótandi, þykkara en pönnukökudeig - nógu þykkt til að renna ekki mikið út á pönnunni. Lummurnar eiga að vera þykkar.
Hitið pönnuna yfir meðalhita. Skammtið deiginu á pönnuna með matskeið. 3-4 lummur ættu að komast fyrir í einu á meðalstórri pönnu. Snúið með spaða. Steikið þar til gullnar á báðum hliðum. Stráið sykri á heitar lummurnar jafnóðum og þær eru teknar af pönnunni.
Berið fram heitar eða kaldar, með sykri, sultu eða pönnukökusírópi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.