30 janúar, 2012

Unga fólkið og eldhússtörfin: Kartöflugratín

Í bókinni heitir þetta „kartöflubakstur“, en ég held að fleiri þekki þetta sem „gratín“.

Matreiðslubók: Unga fólkið og eldhússtörfin
Fyrir 6-8 sem meðlæti; fyrir 4-6 sem aðalréttur.

Efni:
700 g kartöflur
4 dl mjólk eða rjómabland
1 egg
75 g rifinn ostur (t.d. Gratínostur)
1/2 tsk salt
1/4 tsk garðablóðberg (tímían)
1/4 tsk múskat (má sleppa) [ég sleppi nú frekar blóðberginu, en það er smekksatriði]
25 g smjör/smjörlíki
1 msk brauðrasp

Aðferð:
Hitið ofninn í 200 °C. Smyrjið eldfast mót.

Þvoið og flysjið kartöflurnar og skerið í mjög þunnar sneiðar og látið í mótið.

Blandið saman mjólkinni, egginu, salti, kryddi og helmingnum af ostinum og hellið yfir kartöflurnar. Stráið raspinum jafnt yfir, látið litla smjörlíkisbita hér og þar ofan á og stráið loks ostinum yfir.

Bakið í um 45 mínútur. Berið fram sem meðlæti með kjöt- eða fiskréttum, eða sem aðalrétt með góðu salati.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.