20 febrúar, 2015

Pylsu- og beikonvefja

Mig langaði að breyta til um daginn og henti saman nokkrum afgöngum úr frystinum hjá mér. Útkoman varð þessi:




Uppskrift fyrir einn:
1 hveititortilla
1 vínarpylsa
nægjanlegt beikon til að vefja tvö lög af því utan um pylsuna
ostur, rifinn og sneiddur (gott að blanda saman t.d. gouda og parmesan)
pipar


Beikoninu vafið utan um pylsuna:


















Ræmu af rifnum osti stráð eftir miðri tortillunni:

















Beikonvafða pylsuan lögð ofan á, rifnum osti stráð yfir og svartur pipar mulinn yfir eftir smekk:


















Tortillunni lokað utan um pylsuna og fest með því að negla tvo tannstöngla í gegn. Ostsneiðar lagðar ofan á.



Gott er að bleyta brúnirnar á tortillunni (þeim sem ekki hverfa undir ostinn) með vatni til að þær verði ekki gegnþurrar.

Hitað í 15 mín í 180 °C ofni (blástursofn, ca. 190 °c í venjulegum ofni). Voilá!:


Ég er handviss um að þetta verður að hreinasta veislurétti ef maður notar smjördeig í staðinn fyrir tortillur (þá má líka sleppa sneidda ostinum til að fá fallegri vefju). Þá mundi maður kalla þetta "Innbakaðar vínarpylsur með beikoni".




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.