Myndageymslusíðan þar sem ég vista megnið af myndunum mínum (Photobucket) tók upp á því að fara að rukka fyrir að spegla myndir yfir á aðrar vefsíður, þannig að megnið að myndunum mínum er horfið af blogginu, þ.m.t. allar skönnuðu uppskriftirnar.
Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu - síðan er ekki mjög vinsæl og ég hef ekki tekjur af henni, þannig að það borgar sig ekki að láta undan þrýstingnum og borga árgjaldið, en hins vegar væri það synd að láta alla þessa vinnu fara forgörðum. Sennilega reyni ég að færa myndirnar yfir á Google Photos, en það tekur tíma. Kannski fer ég í að skrifa þær upp og setja þær inn sem texta - ég er ekki búin að ákveða það. Þangað til:
Bloggið er í endurskoðun. Ég hef tekið út allar skönnuðu uppskriftirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.