05 maí, 2011

Bökuð eggjakaka, grunnuppskrift með tilbrigðum

Önnur af mínum uppskriftum, sem ég nota aðallega til að nýta afganga.

Fyrir 2,

Grunnuppskrift:
2 stór eða 3 lítil egg
1/4-1/2 laukur, saxaður
salt og pipar, hvítlaukur
rifinn ostur

Til viðbótar:
  • 3 kartöflur, skífaðar eða skornar í teninga (ef þær eru soðnar, þá styttist eldunartíminn aðeins), eða
  • Beikonhakk, eða
  • Hangikjöt (það er mjööööög gott!), eða
  • Kjúklingakjöt (eldað) , eða
  • Steikt hakk, eða
  • Afganginn af sunnudagssteikinni, eða
  • Rækjur, eða
  • Allskonar grænmeti, t.d. paprika, maísbaunir, graslaukur
Aðferð:
Eggin hrærð saman, lauk og viðbótarinnihaldi blandað saman við, ásamt salti og pipar. Hellt í lítið ofnfast mót (smurt) og rifnum osti stráð yfir. Bakað undir loki við 175 °C í ca. 30 mínútur, eða þar til eggjahræran er soðin í gegn. Þegar 5 mín. eru eftir af eldunartímanum er lokið tekið af til að osturinn nái að brúnast aðeins.

Gott heitt með fersku salati og brauði, eða kalt með salsa-sósu og salati.Líka er gott að borða rifsberjasultu með eggjakökunni, sérstaklega ef um kartöflueggjaköku er að ræða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.