Upprunalega bókin |
Hún hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár, allt frá því að ég keypti hana af rælni í Góða hirðinum á 300 kall án þess að vita að ég væri með fræga bók í höndunum. Ég nota reyndar bara nokkrar upskriftir úr henni að staðaldri, en hef prófað fleiri. Hún er líka fín til uppflettingar og bara gaman að opna hana af handahófi og lesa eina eða tvær blaðsíður sér til skemmtunar og innblásturs. Eintakið mitt er úr fyrstu útgáfu og er myndskreytt af Lukins sem auk þess að vera menntaður kokkur var líka menntuð í myndlist. Nýjasta útgafan, sem kom út í tilefni 25 ára afmælis bókarinnar, er líka með ljósmyndum af réttunum.
Nýjasta útgáfa bókarinnar |
Ég hef eldað slatta af uppskriftum úr henni, en uppáhaldið mitt eru ljúffengar amerískar súkkulaðibitasmákökur, ótrúlega góð amerísk eplabaka og Marbella-kjúklingur þar sem ægir saman ótrúlegustu innihaldsefnum í ljúffengum og auðveldum ofnrétti. Ég ætla að birta nokkur sýnishorn af uppskriftum úr bókinni eftir helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.