Bláberjauppskriftin er úr matreiðslubókinni The New Enchanted Broccoli Forest, en banana/súkkulaðitilbrigðið er mín uppfinning. Það varð til þegar ég sat eitt sinn uppi með einn svartan banana og langaði ekki í bananabrauð.
Tími: 10 mín. í undirbúning, 15-20 mín. að baka.
Magn: 12 stk
Efni:
1 1/2 bolli óbleikt hvítt hveiti (eða 1 b. hveiti og 1/2 brauðhveiti)
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. rifinn sítrónubörkur (bara það gula - má sleppa)
1/3 bolli sykur
4 msk. brætt smjör
3/4 bolli mjólk (má nota undanrennu)
1 egg
3 msk. nýkreistur sítrónusafi (eða bara þessi í flöskunum - ég finn a.m.k. engan mun)
1 bolli bláber (fersk eða ósykruð frosin, þarf ekki að afþýða)
Aðferð:
Hitið ofninn í 175 °C. Ef þarf að smyrja múffuformin eru þau smurð með smá smjöri eða olíu.
Sigtið saman hveitið, matarsódann, lyftiduftið og saltið í skál. Bætið við sítrónuberkinum og sykrinum og blandið vel. Gerið holu í miðja hrúguna.
Bakið í 15 til 20 mín, eða þar til tannstöngull sem er stungið í miðja múffu kemur út hreinn. Takið strax úr forminu og kælið á grind í 10 mín. og berið fram volgar. Líka góðar kaldar. Geymast í 2-3 daga, helst á köldum stað. Má frysta.
Til að gera banana- og súkkulaðimúffur, sem eru hrikalega góðar, er uppskriftinni breytt á eftirfarandi hátt:
1. Smjörið minnkað niður í 2 msk. og sítrónuberkinum sleppt.
2. Í staðinn fyrir bláber þarf einn banana, vel þroskaðan og 1/2 til 2/3 bolla af súkkulaðispæni eða súkkulaðidropum (þessum litlu sem eru ætlaðir í smákökur). Bananinn er stappaður vel og hrært saman við deigið ásamt súkkulaðinu.
3. Það gæti þurft að lengja bökunartímann um 5 mínútur eða svo, því að deigið verður aðeins blautara með banana. Prófið með prjóni eða tannstöngli þegar uppgefinn bökunartími er liðinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.