06 júní, 2011

Síðan skein sól og Rísandi sól: Frískandi sumardrykkir

Síðan skein sól:
Þetta er frískandi sumardrykkur sem minnir svolítið á Mix, en er bragðmeiri og ekki eins sætur. Mín eigin uppskrift (ekki að þetta sé eitthvað flókið...).
 
1 dl hreinn ananassafi
1 dl Sprite eða 7Up eða Sprite Zero eða 7Up Lite
Klaki
Hátt glas
Skraut: ananashringur, pappírssólhlíf, rör

Hellið ananassafanum í glasið, bætið gosinu við og síðast klakanum. Skerið í gegnum ananashringinn á einum stað og smeygið upp á glasbrúnina. Setjið sólhlífina á móti ananasnum í glasið, og bætið við rörinu.

Þennan drykk má vel blanda sem bollu, í hlutföllunum 1:1.

Rísandi sól:
Blandið saman ananssafa og gosi í sömu hlutföllum og í Síðan skein sól. Látið skot af grenadine-sýrópi renna niður hliðina á glasinu og setjast á botninn áður en klakinn fer í glasið. Bætið við klaka og skreytið.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.