05 júní, 2011

Matreiðslubók vikunnar: The New Enchanted Broccoli Forest

The New Enchanted Broccoli Forest eftir Mollie Katzen er grænmetisréttabók fyrir fólk sem neytir líka afurða af lifandi dýrum, s.s. mjólkurvöru og eggja.

Ég fékk hana á útsölu, ég held hjá Eymundsson, fyrir nokkrum árum síðan. 

Ég er rétt að byrja að elda úr henni, en hún er full af bókamerkjum við uppskriftir sem mér líst vel á. Fyrsta uppskriftin sem ég gerði úr henni er frábær uppskrift að bláberjamúffum sem allir sem á smakka vilja sníkja af mér, og hún er líka skemmtileg aflestrar og full af hollum og góðum grænmetisréttum.

Ef einhverjum finnst grænmetisfæði vera óspennandi, þá ætti viðkomandi að skoða þessa bók. Það eru kaflar um súpur, salöt, brauð, sósur og ídýfur, aðalrétti og eftirrétti, og margt af þessu er mjög spennandi.

Þetta er líka eiguleg og falleg bók, handskrifuð og fagurlega myndskreytt með teikningum höfundarins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.