18 júní, 2011

Ískyggilegur eplasafi

Þennan drykk lærði ég að meta þegar ég dvaldist í Danmörku um tíma. Ein vinkona mín var yfir sig hrifin af honum. Hann er mjög svalandi og líka varasamur því maður finnur ekki áfengisbragð af honum.

2 kokkteilmál af Amaretto-líkjör
Kaldur eplasafi
Highball-glas
Skraut: sólhlíf og rör

Hellið Amaretto í glasið og fyllið upp með köldum eplasafa.

Plat-viskí: 
Þetta er fyrir þá sem vilja virðast vera töffarar sem drekka viskí:

1 kokkteilmál Amaretto
Kaldur eplasafi
Viskíglas
Klaki (má sleppa)

Farið eins að og með Ískyggilega eplasafann, en notið ekki skraut. Er nógu líkt viskíi á litinn til að blekkja í skuggalegri bar-birtu. Notið klaka ef vill.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.