Matreiðslubók: Sælkerasafnið: Salatréttir
Fyrir 1-2.
Tími: ca. 15 mín.
Salat:
1-2 egg
1/4 haus of jöklasalati
1/4 haus af salatlaufum (ég notaði Lambhagasalt þegar ég tók myndirnar, en í bókinn er sýnt salat sem minnir á skrautsalat)
75 gr. saltað beikon, helst í þykkum stykkjum, ef ekki, þá beikonhakk
1 sneið franskbrauð
Sósa:
Salt og pipar
1/2 hvítlauksrif, pressað
2 tsk. edik (ég mæli með að nota hvítvínsedik eða eplaedik en ekki venjulegt)
1 msk. olía (ólífuolía)
Aðferð:
Blandið öllu sósuefninu vel saman og kælið.
Sjóðið eggin þannig að hvítan sé stíf en rauðan rétt byrjuð að soðna. Skerið í helminga eða fjórðunga rétt áður en rétturinn er borinn fram. Snyrtið og þvoið salatlaufin og rífið í bita (salatið er fallegra með stórum bitum, en það er auðveldara að borða það með litlum). Skerið beikonið í stóra bita og brauðið í teninga. Steikið beikonið þangað til það er byrjað að verða stökkt. Takið af pönnunni og brúnið brauðteningana stökka í beikonfeitinni.
Hellið smávegis af sósunni á hvern disk. Setjið blönduðu salatlaufin ofan á, því næst beikonið, síðan eggin og loks brauðteningana. Berið fram strax, með afganginn af sósunni til hliðar ef einhver vill meira.
Athugasemdir:
- Gott er að bæta skinkubitum við salatið.
- Samkvæmt myndinni í bókinni er gott að drekka bjór með réttinum.
- Betri blöndun á bragðþáttunum fæst með því að rífa salatlaufin fínt (ca. á stærð við frímerki) og húða með sósunni, hræra saman beikoninu og brauðteningunumn og setja ofan á salatið, og eggin síðast. En það er auðvitað ekki eins fallegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.