Matreiðslubók vikunnar í þetta skiptið er reyndar bókaflokkur. Þetta eru bækur sem mamma keypti í gegnum bókaklúbb þegar ég var unglingur og gaf mér þegar ég flutti að heiman. Ég finn 11 bækur inni í hillu, en þær gætu verið fleiri.
Þær eru þýddar úr sænsku og áherslan er á skandinavískan heimilismat, með stöku uppskrift annars staðar að úr heiminum, aðlagaðar að skandinavískum bragðlaukum.
Þær hafa það fram yfir flestar aðrar matreiðslubækur sem ég á að þegar því verður við komið eru gefnar upp tvær stærðir á uppskriftunum: fyrir 1-2 og fyrir 4. Þetta er auðvitað frábært fyrir einhleypinga eins og mig og getur sparað manni útreikninga til að minnka uppskriftir, fyrir utan það sem allir kokkar vita, sem er að þegar uppskrift er minnkuð eða stækkuð þá er ekki alltaf nóg að deila eða margfalda í allt með sömu tölunni.
Þrátt fyrir þennan kost get ég ekki sagt að ég hafi notað þær mikið, en þó er ein og ein uppskrift í þeim sem ég hef notað í gegnum tíðina. Ég ætla, eins og vanalega, að birta nokkrar uppskriftir núna í vikunni, og tína svo til fleiri eftir hendinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.