29 maí, 2011

Matreiðslubók vikunnar: Charmaine Solomon‘s Indian Cookbook

Charmaine Solomon er matreiðslubókahöfundur og kokkur sem er ættuð frá Sri Lanka en býr í Ástralíu. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir matreiðslubækurnar sínar, og mig blóðlangar í tvær af þeim til viðbótar við þessa: The Complete Asian Cookbook og The Encyclopedia of Asian Food.

Bókina, sem eins og sjá má er mikið notuð, fékk ég í Góða hirðinum. Hún var slitin og greinilega mikið notuð þegar ég fékk hana og ekki hefur hún fríkkað síðan, því ég nota hana mest af öllum indversku matreiðslubókunum mínum.

Þetta er eiginlega kennslubók í matreiðslu. Í henni er að finna lýsingar á helstu kryddum og innihaldsefnum indverskrar matargerðar, grunnuppskriftir, t.d. að kryddblöndum og paneer (ferskosti), lýsingar á eldunaraðferðum og áhöldum og lýsing á hverning indversk máltíð er borin fram. Síðast en ekki síst eru svo alls konar uppskriftir héðan og þaðan af Indlandi. Ég hef prófað allnokkrar þeirra og mæli hiklaust með bókinni, því að uppskriftirnar eru svo einfaldar að jafnvel byrjandi í matargerð getur eldað þær flestar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.