04 júní, 2011

Húsráðahornið: Að ná lykt úr glerkrukkum

Hentar líka fyrir flöskur.

Stundum er afar erfitt að ná lykt úr notuðum krukkum. Þetta ráð hefur reynst mér vel:

Setjið 1 msk. af ediki (eða 1 tsk. af ediksýru) í hverja krukku og fyllið krukkurnar með sjóðandi vatni. Setjið lokin á og skrúfið þétt, og látið standa í klukkutíma, helminginn af tímanum með lokið niður (ef vatn lekur út er lokið óþétt og krukkan ekki nothæf undir mat).

Hellið þá ediksblöndunni og þvoið krukkurnar upp úr heitu vatni og sápu og þurrkið vel. Það er eðlilegt að þá sé smá vottur af edikslykt úr krukkunum, en ef þær eru geymdar opnar hverfur hún fljótt.

Það getur einstöku sinnum þurft að endurtaka leikinn, t.d. með krukkur undan lyktsterku innihaldi eins og síld, pesto eða mangó-chutney.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.