500 gr. rúgmjöl
1/2 tsk. salt
2,5 - 3 dl sjóðandi vatn
Blandið saman salti og mjöli. Bætið við vatni og hnoðið saman. Deigið á að vera frekar mjúkt.
Fletjið þunnt út, skerið út undan litlum diski og bakið við meðalháan eða háan hita, á pönnu eða eldavélarhellu. Ef hellan er notuð kemur bæði reykur og brunalykt, og því er best að gera þetta utandyra eða inni í bílskúr, eða a.m.k. slökkva á brunaboðanum áður en hafist er handa. Steikið þar til hráa hliðin virkar þurr og snúið þá og steikið hina hliðina. Staflið á disk undir raka tusku, til að kökurnar verði ekki harðar.
Má frysta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.