Ég tók mig til í gær og bakaði afmælistertu í tilefni af því að ég átti afmæli. Tertan verður borin fram í saumaklúbbi á þriðjudgaskvöldið, en hún er svo girnileg að ég þurfti virkilega að stilla mig til að fá mér ekki af henni strax í gær. Þetta er súkkulaði-heslihnetukaka með tvöföldu lagi af kremi: nærfötum úr heslihnetusmjörkremi og sparikjól úr súkkulaðikremi. Uppskriftin er úr The Silver Palate Cookbook. Ég set inn myndir og hugsanlega uppskrift þegar ég er búin að skreyta hana og smakka á henni.
Það er smá fyrirhöfn að búa hana til því maður þarf að rista og afhýða heslihnetur og síðan búa til heslihnetusmjör úr þeim á meðan þær eru enn heitar. Ef ég geri þetta aftur, þá svindla ég og kaupi afhýddar hnetur og rista þær bara allsberar áður en ég bý til hnetusmjörið.
Ég ætla líka að baka rauðar flauelsbollakökur og setja á þær rjómaostakrem, og set að sjálfsögðu inn myndir af þeim líka ef kökuskreytingin heppnast vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Hæ!
Mér finnst mjög gaman að fá athugasemdir (líka réttmæta gagrýni) en mér er illa við ruslathugasemdir (spam) og því þarf að slá inn staðfestingarorð. Ég skoða síðan það sem þú hefur að segja og ef það er fullgild og réttmæt athugasemd, þá birtist hún fljótlega. Það er hins vegar sama hversu vinsamleg og full af hrósi athugasemdin er: ef í henni er krækja (linkur) á einhverjar auglýsingasíður eða klám, þá birti ég hana ekki.
Takk.